Eftirfarandi skilmálar gilda í netverslun Kron:

Pantanir

Tekið er við pöntunum í gegnum netverslunina allan sólarhringinn. Strax og greiðsla berst, sendum við þér staðfestingu á pöntuninni í tölvupósti. Athugið að greiðsla er ekki samþykkt fyrr búið er að athuga hvort varan sé örugglega til á lager hjá okkur. Þegar búið er að samþykkja greiðslu og senda pöntunina af stað færðu staðfestingarpóst þess efnis.

Greiðsla pantana
Hægt er að greiða með kreditkortum á öruggri greiðslusíðu hjá SaltPay eða með millifærslu. Engar kreditkortaupplýsingar eru geymdar hjá seljanda þar sem greiðslusíða SaltPay er dulkóðuð. Athugið, ef heimild fæst ekki þegar við samþykkjum greiðsluna þá er varan sett aftur í sölu.

Afhending vöru
Allar pantanir úr netverslun eru afgreiddar á 1-3 virkum dögum eftir að pöntun er gerð. Pantanir eru sendar með Íslandspósti, ýmist sem bréf eða pakki. Pósturinn tekur yfirleitt 1-5 virka daga að koma sendingu á áfangastað. 

Einnig er hægt að sækja pöntunina til okkar í verslunina Kron, Laugavegi 80 í Reykjavík. Taka skal fram í athugasemdum með pöntuninni ef óskað er eftir að sækja vöruna í verslun okkar. Við rukkum ekki sendingarkostnað ef varan er sótt til okkar.

Verð
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.

Vörur
Upplýsingar um vörur, eru settar fram eftir bestu vitund seljanda hverju sinni. Í framsetningu upplýsinga gerir seljandi fyrirvara um bilanir, birtingar- og/eða innsláttarvillur í myndum og texta. Sé vara uppseld, áskilur verslunin sér rétt til að fella niður pöntun kaupanda, að hluta til eða í heild. Kaupanda er ávallt tilkynnt um slíkar ákvarðanir og honum boðið að breyta pöntuninni eða samþykkja niðurfellingu hennar. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir í gegnum tölvupóstfang ef þurfa þykir.

Skilaréttur
Samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga, getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið, innan 14 daga frá pöntun, með skriflegri yfirlýsingu. Þó er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur, nema um galla sé að ræða.

Hægt er að skila eða skipta vöru, sem keypt er í verslun okkar eða í vefverslun, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð eða þvegin og henni sé skilað í góðu lagi og með öllum merkingum áföstum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin.
Vinsamlegast athugið, að nauðsynlegt er að hafa samband innan 14 daga, til að hætta við kaupin.

Til að skipta vörum, er hægt að koma til okkar í Kron, Laugavegi 80 í Reykjavík, eða hafa samband og senda vöruna í pósti og við sendum þér nýja vöru í staðinn. Ath. ef varan er endursend til okkar óskum við eftir að fá vöruna senda í ábyrgðarpósti þar sem rekjanlegt númer þarf að fylgja sendingunni til okkar.

Útsöluvörum er ekki hægt að skila eftir að útsölu lýkur, en hægt er að skipta þeim á meðan útsölu stendur, í aðra útsöluvöru. Ekki er hægt að skipta né skila vörum, sem keyptar eru á lagersölu. 

Ábyrgð
Ábyrgð er á öllum vörum gegn framleiðslugöllum. Ábyrgðin nær ekki til slits, skemmda eða rangrar meðhöndlunar, sem verða við notkun og eru á ábyrgð kaupanda.
Ef bæta þarf vöru vegna galla eru þær bætur í formi sömu eða sambærilegrar vöru. Upphæð bóta vegna galla verður aldrei hærri en verðmæti upprunalegu vörunnar.

Hafa skal samband strax  með tölvupósti á netfang: kron@kron.is og tilgreina galla. 

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
 

Trúnaður og persónuupplýsingar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði, um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. 
Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.